Fótbolti

Barcelona leik­mennirnir mega ekki fara í sturtu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jú Robert Lewandowski heyrði rétt því leikmenn Barcelona mega ekki fara í sturtu eftir leiki og æfingar.
Jú Robert Lewandowski heyrði rétt því leikmenn Barcelona mega ekki fara í sturtu eftir leiki og æfingar. Getty/David S.Bustamante

Leikmenn Barcelona þurfa að sætta sig við það að fara sveittir heim eftir leiki sína í næsta mánuði.

Mikill vatnsskortur er í Katalóníu um þessar mundir og Barcelona þarf að borga aukalega fyrir allt vatn sem félagið notar á æfingasvæðinu sem og á keppnisvellinum.

Til þess að fá leyfi til þess að vökva vellina sína þá þarf félagið að skrúfa fyrir sturturnar í staðinn til að spara vatnið.

Spænska blaðið El Periódico er eitt af þeim sem skrifar um þetta skrýtna ástand hjá einum stærsta fótboltaklúbb heims.

Sturtubannið er reyndar í gildi hjá öllum félögum í Katalóníu og það er engin undantekning.

Leikmenn Barcelona þurfa því að fara í sturtu heima hjá sér eftir leiki og æfingar.

Leikmenn liðsins komust þó í sturtu eftir leik liðsins í gær en þá voru þeir að spila á útivelli á móti Antwerpen í Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×