Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2023 20:01 Einar segir þetta vera mikla búbót fyrir heimilin. Hann er mjög ánægður að breytingarnar hafi verið samþykktar í borgarráði. Vísir/Sigurjón Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. Foreldrar barna 18 mánaða og eldri munu greiða sama gjald til dagforeldra og í leikskóla frá og með 1. febrúar á næsta ári. Breytingin verður afturvirk frá 1. júlí á þessu ári. Ný gjaldskrá dagforeldra var samþykkt í borgarráði í dag þar sem einnig var samþykktur nýr þjónustusamningur við dagdoreldra. Samkvæmt honum hefur stofnstyrkur verið hækkaður í eina milljón og árlegur aðstöðustyrkur í 150 þúsund. „Það er ýmislegt annað. Við erum að jafna kjörin varðandi ýmis fríðindi. Við viljum að dagforeldrar fái frítt í sund eins og leikskólakennarar og menningarkort. Við erum aðeins að jafna leikinn,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, um breytingarnar sem samþykktar voru í dag. Hann segir þó stærstu breytinguna vera endurgreiðslu til foreldra barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldri. Ef gert er ráð fyrir því að leikskólagjald sé um 30 þúsund krónur á mánuði og mánaðargjald dagforeldra sé um 130 þúsund geta foreldrar þessara barna verið að fá um hundrað þúsund krónur endurgreitt á mánuði. Afturvirk endurgreiðsla getur því numið hundruðum þúsunda. „Við erum að breyta gjaldskrá þannig það þarf að samþykkja það í borgarstjórn og það verður gert í janúar. Það er svo stutt í jól. Í kjölfarið fá foreldrar endurgreiðslur frá því síðasta sumar. Þetta er mikil búbót fyrir þessi heimili,“ segir Einar og að það sé meirihlutanum mjög mikilvægt að styðja vel við barnafjölskyldur. „Það eru háir vextir, lánin hækka og það er verðbólga. Við erum að gera það sem við getum til að mæta þessum tiltekna hópi sem er að bera þungar byrðar þessi misseri og ég er ánægður að við náðum að klára það mál.“ 400 börn á bið Alls eru um 400 börn 18 mánaða og eldri að bíða eftir leikskólaplássi í dag í Reykjavík. Einar segir það ærið verkefni að koma þeim að í leikskóla en að það sé unnið að því. „Við erum í ótrúlega miklu viðhaldsátaki í leikskólunum .Það eru 330-40 pláss úti því við erum að gera við leikskóla. Við erum með tímabundin úrræði annars staðar og erum að færa börn á milli á sama tíma og við erum að panta nýja leikskóla og byggja þá. Við erum að vaxa og börnum fjölgar.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lofar foreldrum afturvirkum greiðslum Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til dagsins sem tillögur þess efnis voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir foreldra ekki þurfa að líða fyrir seinagang borgarinnar 4. nóvember 2023 23:00 „Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur“ Niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til foreldra barna sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafa ekki komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Faðir nítján mánaða drengs segir svör borgarinnar óljós og greiðslurnar verulega íþyngjandi. 3. nóvember 2023 21:07 Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24 Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17. júní 2023 12:01 Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Foreldrar barna 18 mánaða og eldri munu greiða sama gjald til dagforeldra og í leikskóla frá og með 1. febrúar á næsta ári. Breytingin verður afturvirk frá 1. júlí á þessu ári. Ný gjaldskrá dagforeldra var samþykkt í borgarráði í dag þar sem einnig var samþykktur nýr þjónustusamningur við dagdoreldra. Samkvæmt honum hefur stofnstyrkur verið hækkaður í eina milljón og árlegur aðstöðustyrkur í 150 þúsund. „Það er ýmislegt annað. Við erum að jafna kjörin varðandi ýmis fríðindi. Við viljum að dagforeldrar fái frítt í sund eins og leikskólakennarar og menningarkort. Við erum aðeins að jafna leikinn,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, um breytingarnar sem samþykktar voru í dag. Hann segir þó stærstu breytinguna vera endurgreiðslu til foreldra barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldri. Ef gert er ráð fyrir því að leikskólagjald sé um 30 þúsund krónur á mánuði og mánaðargjald dagforeldra sé um 130 þúsund geta foreldrar þessara barna verið að fá um hundrað þúsund krónur endurgreitt á mánuði. Afturvirk endurgreiðsla getur því numið hundruðum þúsunda. „Við erum að breyta gjaldskrá þannig það þarf að samþykkja það í borgarstjórn og það verður gert í janúar. Það er svo stutt í jól. Í kjölfarið fá foreldrar endurgreiðslur frá því síðasta sumar. Þetta er mikil búbót fyrir þessi heimili,“ segir Einar og að það sé meirihlutanum mjög mikilvægt að styðja vel við barnafjölskyldur. „Það eru háir vextir, lánin hækka og það er verðbólga. Við erum að gera það sem við getum til að mæta þessum tiltekna hópi sem er að bera þungar byrðar þessi misseri og ég er ánægður að við náðum að klára það mál.“ 400 börn á bið Alls eru um 400 börn 18 mánaða og eldri að bíða eftir leikskólaplássi í dag í Reykjavík. Einar segir það ærið verkefni að koma þeim að í leikskóla en að það sé unnið að því. „Við erum í ótrúlega miklu viðhaldsátaki í leikskólunum .Það eru 330-40 pláss úti því við erum að gera við leikskóla. Við erum með tímabundin úrræði annars staðar og erum að færa börn á milli á sama tíma og við erum að panta nýja leikskóla og byggja þá. Við erum að vaxa og börnum fjölgar.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lofar foreldrum afturvirkum greiðslum Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til dagsins sem tillögur þess efnis voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir foreldra ekki þurfa að líða fyrir seinagang borgarinnar 4. nóvember 2023 23:00 „Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur“ Niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til foreldra barna sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafa ekki komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Faðir nítján mánaða drengs segir svör borgarinnar óljós og greiðslurnar verulega íþyngjandi. 3. nóvember 2023 21:07 Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24 Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17. júní 2023 12:01 Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Lofar foreldrum afturvirkum greiðslum Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til dagsins sem tillögur þess efnis voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir foreldra ekki þurfa að líða fyrir seinagang borgarinnar 4. nóvember 2023 23:00
„Ég get ekki mánuð eftir mánuð greitt 85 þúsund krónur“ Niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til foreldra barna sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafa ekki komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Faðir nítján mánaða drengs segir svör borgarinnar óljós og greiðslurnar verulega íþyngjandi. 3. nóvember 2023 21:07
Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. 6. september 2023 15:24
Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17. júní 2023 12:01
Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 16. júní 2023 13:00