Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 13:18 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs til vinstri. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira