Sagði frið ekki nást án réttlætis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 12:53 Frá tvíhliða fundi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Osló í morgun. EPA Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta sagði Katrín á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoga Norðurlandanna og Volodomír Selenskí Úkraínuforseta í Osló um hádegisbil í dag. Katrín þakkaði Selenskí sérstaklega fyrir að taka sér tíma til að hitta leiðtogana. Hún sagði fundurinn í morgun hafa verið merkingarmikinn þar sem mikilvægt væri að árétta stuðning Norðurlandanna í garð Úkraínu. Frá blaðamannafundinum í hádeginu. EPA Forsætisráðherra sagði ennfremur að unnið sé að því núna að finna út úr því hvernig Ísland muni styðja við Úkraínu á næsta ári og á næstu árum. Eðli málsins samkvæmt verði sá stuðningur borgaralegur og pólitískur alls staðar þar sem því verður komið við. Hún rifjaði upp að færanlegt sjúkrahús sem íslensk stjórnvöld hafi fært Úkraínumönnum að gjöf hafi nú verið tekið í notkun. Þá hafi verið verið ánægjulegt að sjá framvinduna þegar kemur að þeirri tjónaskrá sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Að koma á tjónaskrá var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í maí. Katrín tók í morgun þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí, en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Órofa stuðningur Á fundinum var rætt um áframhaldandi órofa stuðning Norðurlandanna við Úkraínu, en í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins er einnig lögð áhersla á að Rússar verði dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. „Norðurlöndin lýsa yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Úkraínu sem byggir á réttlátum og varanlegum friði og munu áfram vinna á alþjóðavettvangi að framgangi áætlunarinnar. Þá segir í yfirlýsingunni að framtíð Úkraínu liggi í hópi lýðræðisríkja Evrópu og að Norðurlöndin muni áfram styðja Úkraínu á leið sinni að aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Stjr Frekari tækifæri til samstarfs Forsætisráðherra átti einnig tvíhliða fund með Úkraínuforseta þar sem þau ræddu meðal annars stuðning Íslands við Úkraínu og frekari tækifæri til og samstafs. „Stuðningur Íslands hefur fyrst og fremst verið veittur í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Atlantshafsbandalagið og tengst mannúðarmálum, efnahagsaðstoð og varnaraðstoð. Ísland styður einnig við sérstök verkefni á borð við „Grain from Ukraine“ sem snýst um að koma korni frá Úkraínu til Afríkuríkja og alþjóðabandalag um endurheimt úkraínskra barna. Þá ræddu Katrín og Zelensky um tjónaskrána sem komið var á fót á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl. en góður gangur hefur verið í því verkefni. Róbert Spanó, fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, var kjörinn formaður stjórnar verkefnisins í vikunni. Loks átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Þar ræddu ráðherrarnir um málefni Úkraínu, stöðu mála á Gasa og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins um leiðtogafundinn. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44 Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Þetta sagði Katrín á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoga Norðurlandanna og Volodomír Selenskí Úkraínuforseta í Osló um hádegisbil í dag. Katrín þakkaði Selenskí sérstaklega fyrir að taka sér tíma til að hitta leiðtogana. Hún sagði fundurinn í morgun hafa verið merkingarmikinn þar sem mikilvægt væri að árétta stuðning Norðurlandanna í garð Úkraínu. Frá blaðamannafundinum í hádeginu. EPA Forsætisráðherra sagði ennfremur að unnið sé að því núna að finna út úr því hvernig Ísland muni styðja við Úkraínu á næsta ári og á næstu árum. Eðli málsins samkvæmt verði sá stuðningur borgaralegur og pólitískur alls staðar þar sem því verður komið við. Hún rifjaði upp að færanlegt sjúkrahús sem íslensk stjórnvöld hafi fært Úkraínumönnum að gjöf hafi nú verið tekið í notkun. Þá hafi verið verið ánægjulegt að sjá framvinduna þegar kemur að þeirri tjónaskrá sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Að koma á tjónaskrá var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í maí. Katrín tók í morgun þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí, en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Órofa stuðningur Á fundinum var rætt um áframhaldandi órofa stuðning Norðurlandanna við Úkraínu, en í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins er einnig lögð áhersla á að Rússar verði dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. „Norðurlöndin lýsa yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Úkraínu sem byggir á réttlátum og varanlegum friði og munu áfram vinna á alþjóðavettvangi að framgangi áætlunarinnar. Þá segir í yfirlýsingunni að framtíð Úkraínu liggi í hópi lýðræðisríkja Evrópu og að Norðurlöndin muni áfram styðja Úkraínu á leið sinni að aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Stjr Frekari tækifæri til samstarfs Forsætisráðherra átti einnig tvíhliða fund með Úkraínuforseta þar sem þau ræddu meðal annars stuðning Íslands við Úkraínu og frekari tækifæri til og samstafs. „Stuðningur Íslands hefur fyrst og fremst verið veittur í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Atlantshafsbandalagið og tengst mannúðarmálum, efnahagsaðstoð og varnaraðstoð. Ísland styður einnig við sérstök verkefni á borð við „Grain from Ukraine“ sem snýst um að koma korni frá Úkraínu til Afríkuríkja og alþjóðabandalag um endurheimt úkraínskra barna. Þá ræddu Katrín og Zelensky um tjónaskrána sem komið var á fót á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl. en góður gangur hefur verið í því verkefni. Róbert Spanó, fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, var kjörinn formaður stjórnar verkefnisins í vikunni. Loks átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Þar ræddu ráðherrarnir um málefni Úkraínu, stöðu mála á Gasa og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins um leiðtogafundinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44 Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44
Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26