Notkun hljóðbóka stóraukist en lestur dregist saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 17:38 Þetta er sjöunda árið sem Miðstöð íslenskra bókmennta kannar lestrarhegðun þjóðarinnar og viðhorf til lestrar og bókmenningar. Vísir/Arnar Notkun hljóðbóka hefur aukist um 145 prósent á síðustu sex árum hérlendis á meðan lestur bóka hefur dregist saman um sautján prósent samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Í samantekt á niðurstöðum könnunarinnar, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að helsta breyting á lestrarvenjum Íslendinga sé veruleg aukning í notkun hljóðbóka. Þau yngstu lesa meira en áður Samkvæmt niðurstöðum hlustar hver Íslendingur að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess þrjátíu til sextíu mínútum á dag. Fram kemur að ekki sé marktækur munur á elsta og yngsta hópnum í lestri og hlustun á bókum en báðir hópar lesa eða hlusta á 2,2 bækur á mánuði. Þá segir að þau yngstu lesi meira en í fyrra en þau elstu minna. Að auki kom fram að næstum helmingur þjóðarinnar, eða 47 prósent, hafi nýtt sér þjónustu bókasafna undanfarið ár. Bókagjafir njóti enn mikillar hylli en 61 prósent gaf bók í gjöf á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum. Loks segir í niðurstöðum að mikill meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur opinberum stuðningi við íslenskar bókmenntir en 77 prósent svarenda töldu stuðninginn mikilvægan samanborið við 74 prósent í fyrra. Þetta er í sjöunda skiptið sem könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar og viðhorf hennar til lestrar og bókmenningar er lögð fyrir þjóðina. Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta standa Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands að könnuninni. Bókmenntir Menning Tækni Bókaútgáfa Neytendur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Í samantekt á niðurstöðum könnunarinnar, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að helsta breyting á lestrarvenjum Íslendinga sé veruleg aukning í notkun hljóðbóka. Þau yngstu lesa meira en áður Samkvæmt niðurstöðum hlustar hver Íslendingur að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess þrjátíu til sextíu mínútum á dag. Fram kemur að ekki sé marktækur munur á elsta og yngsta hópnum í lestri og hlustun á bókum en báðir hópar lesa eða hlusta á 2,2 bækur á mánuði. Þá segir að þau yngstu lesi meira en í fyrra en þau elstu minna. Að auki kom fram að næstum helmingur þjóðarinnar, eða 47 prósent, hafi nýtt sér þjónustu bókasafna undanfarið ár. Bókagjafir njóti enn mikillar hylli en 61 prósent gaf bók í gjöf á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum. Loks segir í niðurstöðum að mikill meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur opinberum stuðningi við íslenskar bókmenntir en 77 prósent svarenda töldu stuðninginn mikilvægan samanborið við 74 prósent í fyrra. Þetta er í sjöunda skiptið sem könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar og viðhorf hennar til lestrar og bókmenningar er lögð fyrir þjóðina. Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta standa Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands að könnuninni.
Bókmenntir Menning Tækni Bókaútgáfa Neytendur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira