„Miðað við það að Rússar fengu ekki að taka þátt þá nei,“ segir Garðar Freyr Bjarkason og bætir við að Ísraelsmenn séu að gera hræðilega hluti. Undir það tekur Sigríður Jóhannsdóttir: „vegna þess hvernig þeir hafa komið fram við Palestínu á Gasa.“
Gunnlaugur Birgir Gunnlaugsson er ekki sömu skoðunar og segir tónlist ekki hafa neitt með pólitík að gera. Alda Ægisdóttir segir að sömu reglur eigi að gilda um Ísrael og Rússland.
Heyra má svör almennings í spilaranum hér að ofan en flestir voru sammála um að fengi Ísrael að taka þátt ættu Íslendingar að sniðganga keppnina á næsta ári.