Ögurstund runnin upp og vonin sé því sem næst horfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 15:49 Finnur Ricart Andrason er staddur í Dúbaí. Vísir/Arnar Forseti Ungra umhverfissinna segir að innihald nýjustu draga að lokasamþykkt á COP28 gjörsamlega óásættanlegt. Innan við sólarhringur er í að þinginu verði slitið. Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira