Stálheppinn Brynjólfur brosti breitt að lokum Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 11:31 Brynjólfur Willumsson var skiljanlega órólegur eftir að vítaspyrna hans var varin, en hann fékk annað tækifæri. Skjáskot/TV2 Brynjólfur Willumsson átti sinn þátt í að fullkomna magnað ævintýri norska knattspyrnuliðsins Kristiansund í gær en var á sama tíma hársbreidd frá því að reynast skúrkur dagsins. Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni. Norski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni.
Norski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn