Veður

Hægur vindur og skýjað að mestu

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram er gert ráð fyrir að verði frost um mestallt land.
Áfram er gert ráð fyrir að verði frost um mestallt land. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir fremur hæga vestan- og norðvestanátt á landinu í dag þar sem skýjað verður að mestu og dálítil él eða slydduél. Þó má reikna með að verði léttskýjað suðaustan- og austanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði frost um mestallt land, en sums staðar frostlaust við ströndina þar sem andi af hafi.

„Á morgun er síðan suðlæg átt í kortunum, víða 3-8 m/s framan af degi og þurrt veður. Síðdegis gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu og þykknar upp þar með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar.

Á miðvikudag hvessir síðan enn frekar, þá er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar meira. Snýst síðan í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki.

Veðrið á landinu hefur verið rólegt síðustu daga og að ofansögðu má vera ljóst að það muni breytast í vikunni sem nú er að hefjast. Áður en vikan er á enda munum við fá hvassan vind, breytilegt hitastig og úrkomu sem ýmist verður rigning eða snjókoma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s, þurrt og bjart veður og frost 3 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 á vestanverðu landinu síðdegis og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.

Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.

Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag: Sunnan- og suðvestanátt og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki.

Á laugardag og sunnudag: Suðvestanátt og él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um frostmark.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×