Innlent

Sólin geri lítið gagn til upp­hitunar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veðrið verður áfram rólegt í dag víðast hvar á landinu.
Veðrið verður áfram rólegt í dag víðast hvar á landinu. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þar kemur fram að hæg austlæg eða breytileg átt ríki og víða sé léttskýjað. Í dag blæs aðeins með stuðurströndinni, 8-13 metrar á sekúndu þar fram undir kvöld, en hægari vindur á morgun.

Austast á landinu verður skýjað að mestu og lítilsháttar él gætu látið á sér kræla. Þá segir Veðurstofan að kalt sé víða á landinu.

Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri þá kólni vegna útgeislunnar. Mesti kuldinn geti verið mjög staðbundinn, oftast kólnar mest í lægðum í landslagi þar sem sama loftið siti kyrrt og kólni í sífellu. Sólin gerir lítið gagn til upphitunar á þessum árstíma, segir Veðurstofan.

Spár gera ráð fyrir breytingu á veðurlagi í næstu viku með stífum vindi, úrkomu og breytilegu hitastigi. Á miðvikudag er útlit fyrir að það hlýni með ákveðinni sunnanátt og talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands. Á fimmtudag snýst síðan væntanlega í suðvestanátt með éljum og kólnar niður undir frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él austanlands. Hiti frá frostmarki syðst á landinu, niður í 15 stiga frost í innsveitum á Norðurlandi.

Á mánudag:

Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él við ströndina. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 3-8, en 8-13 vestast seinnipartinn. Þurrt og bjart veður á austanveðru landinu. Þykknar upp vestanlands með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.

Á miðvikudag:

Stíf sunnanátt og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlnads. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.

Á fimmtudag:

Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á föstudag:

Útlit fyrir sunnanátt með rigningu og hlýnar um tíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×