Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 18:36 Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir enn ekki óhætt fyrir íbúa Grindavíkur að dvelja að nóttu til í bænum. Vísir/Arnar Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10
Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45