Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 16:04 Þóra Berg Jónsdóttir á göngustígnum í Laugardalnum í niðamyrkri. Engin lýsing er á göngustígnum. Vísir/Vilhelm Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“ Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
„Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“
Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira