Innlent

Skólar í Finn­landi og í Eist­landi fá PISA upp­lýsingar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hér á landi fá skólastjórnendur ekki upplýsingar um árangur síns skóla í PISA.
Hér á landi fá skólastjórnendur ekki upplýsingar um árangur síns skóla í PISA. Vísir/Vilhelm

Í Eistlandi og í Finnlandi eru grunnskólarnir sem taka þátt í PISA könnuninni upplýstir um árangurinn, ólíkt því sem tíðkast hér á landi.

Þetta kemur fram í svörum menntamálayfirvalda í þessum löndum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eistland kom best allra Evrópulanda út úr könnuninni og Finnar stóðu sig best allra á Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur Menntamálastofnun neitað að upplýsa skóla um hvernig þeim gekk í síðustu tveimur könnunum.

Verkefnisstjóri PISA fyrir Eistland segir í samtali við Morgunblaðið að nafnlausar niðurstöður séu gefnar til allra skólanna svo þeir geti séð stöðu sína í samanburði við aðra. Í Finnlandi hefur þessi háttur einnig verið hafður á frá upphafi.

Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag á Íslandi og segir í samtali við blaðið að á árum áður hafi upplýsingarnar komið að góðum notum til að sjá hvar skóinn kreppti að. Í skriflegu svari til blaðsins frá Menntamálastofnun segir að könnuninni sé ætlað að gefa heild­ar­mynd af þekk­ingu og færni nem­enda í þátt­töku­lönd­um við lok skóla­skyldu þeirra, en ekki að veita áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar um frammistöðu fá­mennra nem­enda­hópa eins og þeirra sem til­heyrðu ein­stök­um skól­um.


Tengdar fréttir

Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi

Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni.

Al­gjört hrap í les­skilningi ís­lenskra barna

Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×