Myndaveisla: Grindvíkingar áttu hjartnæma stund saman Elísabet Inga Sigurðardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. desember 2023 22:47 Grindvíkingar virtust flestir á sama máli um að viðburðurinn væri mikilvægur fyrir börnin. Vísir/Vilhelm Börn frá Grindavík brostu úr að eyrum á aðventugleði sem fram fór í dag þegar íbúar komu margir saman í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur. Grindvíkingar eru margir hverjir byrjaðir að undirbúa jól annars staðar en heima hjá sér, enda eiga þeir ekki von á því að snúa heim fyrr en á nýju ári. Íbúar Grindavíkurbæjar hafa árum saman kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn, tekið á móti jólasveinum og börn dansað í kringum jólatré. Engin undantekning var á því þetta árið, en staðsetningin var þó önnur en fyrri ár. Grétar Örvarsson úr Stjórninni átti frumkvæði að því að koma hópnum saman í íþróttahúsi í Hafnarfirði. Húsfyllir var í salnum og þeir sem fréttastofa ræddi við voru á sama máli um að þarna væri þýðingamikil stund að eiga sér stað. Það væri gott að hitta félaga úr bænum. „Hérna leggja allir fram vinnu sína, hvort sem það eru skemmtikraftar eða aðrir. En fyrst og fremst er þetta bara mikilvæg samverustund fyrir okkur,“ sagði Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Vilhelm „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað það er fjölmennt hérna. Það eru margir hérna sem ég er að sjá í fyrsta skipti síðan þetta skeði,“ sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Svo virðist sem fólki hafi fundist stundin sérstaklega mikilvæg fyrir grindvísk börn. „Þetta hefur mikla þýðingu, sérstaklega fyrir börnin að hitta önnur börn,“ sagði Sigrún Sverrisdóttir, íbúi í Grindavík. „Þau er ótrúlega brött. Þau eru ótrúlega dugleg að venjast nýjum aðstæðum.“ Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Grindvíkingar geri sér almennt litlar vonir um að komast heim til sín fyrir jól. Börnin eru þó helsta undantekningin á því og halda enn í vonina. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Aðventufagnaður Grindvíkinga á Ásvöllum Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Jól Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Grindvíkingar eru margir hverjir byrjaðir að undirbúa jól annars staðar en heima hjá sér, enda eiga þeir ekki von á því að snúa heim fyrr en á nýju ári. Íbúar Grindavíkurbæjar hafa árum saman kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn, tekið á móti jólasveinum og börn dansað í kringum jólatré. Engin undantekning var á því þetta árið, en staðsetningin var þó önnur en fyrri ár. Grétar Örvarsson úr Stjórninni átti frumkvæði að því að koma hópnum saman í íþróttahúsi í Hafnarfirði. Húsfyllir var í salnum og þeir sem fréttastofa ræddi við voru á sama máli um að þarna væri þýðingamikil stund að eiga sér stað. Það væri gott að hitta félaga úr bænum. „Hérna leggja allir fram vinnu sína, hvort sem það eru skemmtikraftar eða aðrir. En fyrst og fremst er þetta bara mikilvæg samverustund fyrir okkur,“ sagði Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Vilhelm „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað það er fjölmennt hérna. Það eru margir hérna sem ég er að sjá í fyrsta skipti síðan þetta skeði,“ sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Svo virðist sem fólki hafi fundist stundin sérstaklega mikilvæg fyrir grindvísk börn. „Þetta hefur mikla þýðingu, sérstaklega fyrir börnin að hitta önnur börn,“ sagði Sigrún Sverrisdóttir, íbúi í Grindavík. „Þau er ótrúlega brött. Þau eru ótrúlega dugleg að venjast nýjum aðstæðum.“ Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Grindvíkingar geri sér almennt litlar vonir um að komast heim til sín fyrir jól. Börnin eru þó helsta undantekningin á því og halda enn í vonina. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Aðventufagnaður Grindvíkinga á Ásvöllum Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Jól Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira