Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Við ræðum við formann Félags íslenskra flugumferðarstjóra í beinni útsendingu en að óbreyttu munu þeir leggja niður störf í næstu viku.

Þá rýnir Kristján Már Unnarsson í mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið en formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár.

Við hittum Grindvíkinga sem gerðu sér glaðan dag í dag og eru farnir að undirbúa jól fjarri heimilum sínum.

Þá lítum líka við í jólaskógi í fréttatímanum og fjöllum um handgerðan ís.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×