Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. desember 2023 12:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra fráleitar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét. Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét.
Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47