Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. desember 2023 12:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra fráleitar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét. Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði. Kosningu meðal flugumferðarstjóra um verkfallsaðgerðir lauk á sunnudaginn og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti þeirra að boða til verkfalls. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia og því virðist lausn ekki í sjónmáli. Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að fjöldi kjarasamninga sé að losna á næstunni og að unnið sé að því að ná breiðri sátt á meðal launafólks og atvinnurekenda. „Við gerum að vinna að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Við erum að vinna að þessu verkefni með aðkomu ríkisstjórnarinnar og skýrum yfirlýsingum sveitarfélaganna um að þeirra gjaldskrár muni ekki raska stöðugleika.“ Hún telur því fráleitt að flugumferðarstjórar séu núna að boða til þriðja verkfallsins á fimm árum. „Vegna þess að verkefnið sem að við stöndum frammi fyrir er að ná niður þessari 8% verðbólgu og stýrivöxtum sem að eru 9,25% og hafa alveg gríðarleg mikil áhrif á daglegan rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi.“ Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra, ef til þess kemur, getur haft víðtæk áhrif á ferðalög yfir jólahátíðina. „Ef ég væri jólasveinninn þá myndi ég gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn,“ segir Sigríður Margrét.
Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. 6. desember 2023 21:40
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47