Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:47 Verkfall flugumferðarstjóra hefði mikil áhrif á starfsemi Play og Icelandair. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019. Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Vísir náði tali af honum þegar samningafundi við fulltrúa Isavia lauk í dag. Hann segir að fundurinn hafi gengið ágætlega en að enn beri töluvert í milli. „En þetta þokast, við getum sagt það.“ Arnar segir að kosningu félagsmanna um verkfall hafi lokið á sunnudagskvöld eftir að hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Verkfall hafi verið samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Ljóst er að verkfall Félags flugumferðarstjóra getur haft víðtæk áhrif en meðlimir þess sjá um flugumferðarstjórn á öllum flugvöllum landsins og eðli málsins samkvæmt er ekki flogið án starfandi flugumferðarstjórnar. Þriðja boðaða verkfallið á fimm árum Tímasetning verkfallsins boðaða vekur athygli en mestar annir eru á Keflavíkurflugvelli og hjá íslensku alþjóðaflugfélögunum tveimur á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Verkfall flugumferðarstjóra vofði síðast yfir í byrjun september árið 2021 en samningar náðust þann 28. ágúst eftir stífar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Þeir samningar voru til rétt rúmra tveggja ára og runnu út þann 1. október síðastliðinn. Þar áður höfðu flugumferðarstjórar boðað til verkfalls árið 2019.
Kjaramál Play Icelandair Fréttir af flugi Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13. mars 2023 14:45