Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 15:10 Mikið sig við Svartsengi veldur því að spenna í jarðskorpunni þar hefur breyst. Þar til fyrra spennustigi verður náð má búast við óverulegri skjálftavirkni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. Umbrotahrinunni sem hófst í október er því ekki lokið en frekar nýr kafli að hefjast. Auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi. Nýjust gögn benda jafnframt til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast. Kvikugangurinn myndaðist undir Grindavík þegar þegar kvika hljóp úr kvikuinnskotinu við Svartsengi. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Fram kemur í tilkynningunni að ekki sé hægt að fullyrða hvenær verði af öðru kvikuhlaupi. Óvissan um tímasetningu sé mjög mikil. Kvikuhlaup gæti orðið á næstu dögum eða eftir nokkra mánuði. „Þegar horft er almennt til umbrotahrina með endurteknum kvikuhlaupum, þá má þó reikna með að næsta kvikuhlaup frá Svartsengi verði minna að umfangi en það sem varð 10. nóvember. Hætta getur þó myndast á umbrotasvæðinu í tengslum við næsta kvikuhlaup. Reikna þarf með að kvikuhlaup geti staðið yfir í nokkrar klukkustundir eða daga með aukinni hættu vegna skjálftavirkni og aflögunar á því tímabili,“ segir í tilkynningunni. Nokkurra klukkustunda aðdragandi Upphafsmerki nýs kvikuhlaups eru skyndileg aukning í skjálftavirkni og skörp breyting í aflögun. Þau merki koma til með að sjást á mælitækjum nokkrum klukkustundum áður en kvikuhlaupið er líklegt til að skapa hættu í Svartsengi eða Grindavík. Ef til kvikuhlaups kemur gerir Veðurstofan almannavörnum strax viðvart sem virkja um leið sínar viðbragðsáætlanir. Komi til kvikuhlaups eykst aftur hættan á eldgosi. Eins og kemur fram hér að ofan er líklegast að kvika hlaupi aftur frá Svartsengi og yfir í kvikuganginn sem myndaðist í gegnum Sundhnjúksgíga 10. nóvember og því er það líklegasti upptakastaður eldgoss. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og fylgist grannt með merkjum um mögulegt kvikuhlaup sem og öðrum breytingum sem gætu valdið frekari hættu á umbrotasvæðinu við Svartsengi og í og við Grindavík. Umbrotin lík Kröflueldum Síðustu tvo sólarhringi hafa um það bil 200 til 300 jarðskjálftar mælst nærri kvikuganginum. Það sem af er degi í dag hafa um hundrað jarðskjálftar, sá stærsti 2,0 að stærð, mælst á svæðinu. Meirihluti skjálftavirkninnar er áfram um miðbik kvikugangsins á um þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. „Mikið sig við Svartsengi veldur því að spenna í jarðskorpunni þar hefur breyst. Þar til fyrra spennustigi verður náð má búast við óverulegri skjálftavirkni á svæðinu,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Þrátt fyrir að dregið hafi úr skjálftavirkni síðustu vikur má búast við frekari umbrotahrinum á Reykjanesskaganum. Dæmi um slíkar umbrotahrinur má sjá í Kröflueldum sem hófust 1975. Á tíu ára tímabili urðu þar tuttugu kvikuhlaup. Níu þeirra enduðu með eldgosi. Í Kröflueldum fóru kvikuhlaupin öll inn í sama kvikugang og voru mismikil að umfangi. Sambærilega endurtekningu má einnig sjá í virkninni í kringum Fagradalsfjall. Líkanreikningar út frá nýjustu gögnum benda til þess að rúmmál kviku sem nú hefur safnast fyrir undir Svartsengi sé talsvert minna en rúmmálið var rétt fyrir kvikuhlaupið 10. nóvember. Ef horft er til kvikusöfnunar og kvikuhlaupa í Kröflueldum sést að magn kviku sem safnaðist í Kröfluöskjuna var mest fyrir fyrsta kvikuhlaupið. Minna magn hafði svo safnast fyrir í öskjunni áður en næstu kvikuhlaup fóru af stað. Reikna má með að svipuð þróun verði í tengslum við kvikusöfnun undir Svartsengi og að minna magn kviku þurfi að safnast fyrir til að koma af stað næsta kvikuhlaupi inn í kvikuganginn sem liggur undir Grindavík. Líkur eru á að það mælist hægt vaxandi skjálftavirkni áður en nýtt kvikuhlaup fer af stað, sem eru þá merki um aukinn þrýsting undir Svartsengi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Milda þurfi höggið fyrir heimilin Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. 5. desember 2023 13:45 Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 4. desember 2023 18:31 Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. 4. desember 2023 12:18 Íbúar mega vera til klukkan 17 og starfsmenn fyrirtækja til 21 Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður áfram hleypt inn í Grindavík í dag, eins og verið hefur. Íbúar geta verið í bænum á milli klukkan 7 og 17 og atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21. 4. desember 2023 09:16 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Umbrotahrinunni sem hófst í október er því ekki lokið en frekar nýr kafli að hefjast. Auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi. Nýjust gögn benda jafnframt til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast. Kvikugangurinn myndaðist undir Grindavík þegar þegar kvika hljóp úr kvikuinnskotinu við Svartsengi. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Fram kemur í tilkynningunni að ekki sé hægt að fullyrða hvenær verði af öðru kvikuhlaupi. Óvissan um tímasetningu sé mjög mikil. Kvikuhlaup gæti orðið á næstu dögum eða eftir nokkra mánuði. „Þegar horft er almennt til umbrotahrina með endurteknum kvikuhlaupum, þá má þó reikna með að næsta kvikuhlaup frá Svartsengi verði minna að umfangi en það sem varð 10. nóvember. Hætta getur þó myndast á umbrotasvæðinu í tengslum við næsta kvikuhlaup. Reikna þarf með að kvikuhlaup geti staðið yfir í nokkrar klukkustundir eða daga með aukinni hættu vegna skjálftavirkni og aflögunar á því tímabili,“ segir í tilkynningunni. Nokkurra klukkustunda aðdragandi Upphafsmerki nýs kvikuhlaups eru skyndileg aukning í skjálftavirkni og skörp breyting í aflögun. Þau merki koma til með að sjást á mælitækjum nokkrum klukkustundum áður en kvikuhlaupið er líklegt til að skapa hættu í Svartsengi eða Grindavík. Ef til kvikuhlaups kemur gerir Veðurstofan almannavörnum strax viðvart sem virkja um leið sínar viðbragðsáætlanir. Komi til kvikuhlaups eykst aftur hættan á eldgosi. Eins og kemur fram hér að ofan er líklegast að kvika hlaupi aftur frá Svartsengi og yfir í kvikuganginn sem myndaðist í gegnum Sundhnjúksgíga 10. nóvember og því er það líklegasti upptakastaður eldgoss. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og fylgist grannt með merkjum um mögulegt kvikuhlaup sem og öðrum breytingum sem gætu valdið frekari hættu á umbrotasvæðinu við Svartsengi og í og við Grindavík. Umbrotin lík Kröflueldum Síðustu tvo sólarhringi hafa um það bil 200 til 300 jarðskjálftar mælst nærri kvikuganginum. Það sem af er degi í dag hafa um hundrað jarðskjálftar, sá stærsti 2,0 að stærð, mælst á svæðinu. Meirihluti skjálftavirkninnar er áfram um miðbik kvikugangsins á um þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. „Mikið sig við Svartsengi veldur því að spenna í jarðskorpunni þar hefur breyst. Þar til fyrra spennustigi verður náð má búast við óverulegri skjálftavirkni á svæðinu,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Þrátt fyrir að dregið hafi úr skjálftavirkni síðustu vikur má búast við frekari umbrotahrinum á Reykjanesskaganum. Dæmi um slíkar umbrotahrinur má sjá í Kröflueldum sem hófust 1975. Á tíu ára tímabili urðu þar tuttugu kvikuhlaup. Níu þeirra enduðu með eldgosi. Í Kröflueldum fóru kvikuhlaupin öll inn í sama kvikugang og voru mismikil að umfangi. Sambærilega endurtekningu má einnig sjá í virkninni í kringum Fagradalsfjall. Líkanreikningar út frá nýjustu gögnum benda til þess að rúmmál kviku sem nú hefur safnast fyrir undir Svartsengi sé talsvert minna en rúmmálið var rétt fyrir kvikuhlaupið 10. nóvember. Ef horft er til kvikusöfnunar og kvikuhlaupa í Kröflueldum sést að magn kviku sem safnaðist í Kröfluöskjuna var mest fyrir fyrsta kvikuhlaupið. Minna magn hafði svo safnast fyrir í öskjunni áður en næstu kvikuhlaup fóru af stað. Reikna má með að svipuð þróun verði í tengslum við kvikusöfnun undir Svartsengi og að minna magn kviku þurfi að safnast fyrir til að koma af stað næsta kvikuhlaupi inn í kvikuganginn sem liggur undir Grindavík. Líkur eru á að það mælist hægt vaxandi skjálftavirkni áður en nýtt kvikuhlaup fer af stað, sem eru þá merki um aukinn þrýsting undir Svartsengi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Milda þurfi höggið fyrir heimilin Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. 5. desember 2023 13:45 Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 4. desember 2023 18:31 Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. 4. desember 2023 12:18 Íbúar mega vera til klukkan 17 og starfsmenn fyrirtækja til 21 Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður áfram hleypt inn í Grindavík í dag, eins og verið hefur. Íbúar geta verið í bænum á milli klukkan 7 og 17 og atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21. 4. desember 2023 09:16 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Milda þurfi höggið fyrir heimilin Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. 5. desember 2023 13:45
Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 4. desember 2023 18:31
Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. 4. desember 2023 12:18
Íbúar mega vera til klukkan 17 og starfsmenn fyrirtækja til 21 Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður áfram hleypt inn í Grindavík í dag, eins og verið hefur. Íbúar geta verið í bænum á milli klukkan 7 og 17 og atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21. 4. desember 2023 09:16