Lífið

„Þrjú verða fjögur“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi.
Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi. Skjáskot

Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

„Þrjú verða fjögur, apríl 2024,“ skrifaði parið við færlsuna og birti fallegar myndir af fjölskyldunni í náttúrunni og sónarmynd af krílinu.

Fyrir eiga María og Jón Daði dótturina Sunnevu Sif sem verður fimm ára í febrúar. Fjölskyldan eru bú­sett í Bretlandi, þar sem þau hafa búið síðastliðin ár, þar sem Jón Daði spil­ar með Bolt­on Wand­erers.

Fyrir það spilaði hann með enska B-deildarliðsins Wolves og Reading.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×