Lífið

Jón Daði og María Ósk eignuðust stúlku

Sylvía Hall skrifar
Nýbökuðu foreldrarnir eignuðust stúlku í gær.
Nýbökuðu foreldrarnir eignuðust stúlku í gær. Instagram
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans María Ósk Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær, þann 1. febrúar. Stúlkan kom í heiminn tveimur dögum eftir settan dag.

Í færslu á Instagram-síðu sinni segist Jón Daði vera stoltur faðir og unnusti og að María Ósk hafi staðið sig eins og hetja í fæðingunni.

Jón Daði og María Ósk eru búsett í Reading í Englandi en Jón Daði hefur spilað með Reading frá árinu 2017. Þau hafa verið saman í þónokkur ár og trúlofuðu sig árið 2017.


Tengdar fréttir

Jón Daði og María Ósk trúlofuð

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson, leikmaður enska B-deildarliðsins Wolves, og María Ósk Skúladóttir trúlofuðu sig á dögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.