Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 13:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira