Fótbolti

Stuðnings­maður Nantes stunginn til bana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nantes vann Nice, 1-0, í frönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Nantes vann Nice, 1-0, í frönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. getty/Ibrahim Ezzat

Stuðningsmaður Nantes lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn fyrir leik liðsins gegn Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn.

Hinn látni var 31 árs. Samkvæmt saksóknaranum í Nantes var hann stunginn í bakið. Rannsókn á málinu er hafinn og maður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morðsins.

Nantes sendi frá sér tilkynningu þar sem félagið vottaði fjölskyldu þess látna samúð sína.

Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera, segir að rannsókn á atvikinu verði að leiða í ljóst hvað nákvæmlega gerðist.

Nantes vann leikinn með einu marki gegn engu. Nantes er í 8. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Nice í 2. sæti hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×