Fótbolti

Kol­beinn lagði upp og skoraði í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kolbeinn Finnsson skoraði og lagði upp fyrir Lyngby.
Kolbeinn Finnsson skoraði og lagði upp fyrir Lyngby. Lyngby

Kolbeinn Finsson lagði upp fyrra mark Lyngby og skoraði það seinna er liðið vann 2-0 sigur gegn Silkeborg í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Kolbeinn lagði upp fyrir Frederik Gytkjaer strax á fjórðu mínútu áður en Grytkjaer þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fyrir Kolbein þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Kolbeinn og Andri Lucas Guðjohnsen voru í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum og kom inn á sem varamaður stuttu fyrir mark Kolbeins. Stefán Teitur Þórðarson var á sínum stað í byrjunarliði Silkeborg.

Eftir sigurinn situr Lyngby í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir 17 leiki, sjö stigum á eftir Silkeborg sem situr í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×