Erlent

Einn látinn og annar særður í stunguárás

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Árásin átti sér stað skammt frá Eiffel-turninum.
Árásin átti sér stað skammt frá Eiffel-turninum. EPA/Teresa Suarez

Einn var stunginn og annar særður þegar árásarmaður vopnaður eggvopni réðst á vegfarendur í miðborg Parísar, nálægt Eiffel-turninum.

Fólk er beðið um að halda sig frá svæðinu. Samkvæmt Guardian var árásarmaðurinn yfirbugaður snögglega af lögreglunni. Fórnarlömbin voru ferðamenn.

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands segir hinn særða vera á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var franskur og samkvæmt lögreglu er hann þekktur fyrir öfgafullar skoðanir byggðar á kennisetningum íslam og glímir við geðræn vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×