Ísland verði að beita sér af krafti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 12:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni. EPA/Martin Divisek Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Sjá meira
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25