Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:25 Árni Finnson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands en þrenn umhverfissamtök hafa lagt fram kröfur vegna COP 28 ráðstefnunnar. vísir/sigurjón Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07
Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40