Innlent

Brettafélag Hafnar­fjarðar fær nýja að­stöðu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Forsvarsmenn félagsins segja að þetta sé bylting í aðstöðu fyrir félagið og aðra bæjarbúa sem stunda þessar tegundir íþrótta.
Forsvarsmenn félagsins segja að þetta sé bylting í aðstöðu fyrir félagið og aðra bæjarbúa sem stunda þessar tegundir íþrótta.

Brettafélag Hafnarfjarðar fær stórt húsnæði til afnota á Völlunum. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag að taka á leigu húsnæði við Selhellu 7 og hefur ánafnað stærsta hluta húsnæðisins brettafélaginu.

Í færslu á Facebook-síðu Brettafélags Hafnarfjarðar segja þau að þetta sé bylting í aðstöðu fyrir félagið og aðra bæjarbúa sem stunda þessar tegundir íþrótta.

„ Félagið vill þakka starfsmönnum og kjörnum fulltrúum Hafnarfjarðar fyrir stuðning síðustu ár og áframhaldandi stuðning til fjölda ára. Hafnarfjörður er í fararbroddi þegar kemur að stuðningi við íþróttir- og æskulýðsstarf,“ segir í færslunni.

Þar kemur einnig fram að undirbúningsvinna við hönnun og framkvæmdir í nýju aðstöðunni sé í þann mund að hefjast og að þau bindi vonir við að hún verði tilbúin fyrir iðkendur félagsins snemma á næsta ári.

„Framtíðin er björt“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×