Egill varar við knáum stöðumælavörðum Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2023 11:25 Egill Helgason segir leikinn hafa gerbreyst, stöðumælaverðir eru fljótari í förum, yfirferð þeirra er meiri og líkurnar hafi aukist á sekt sem því nemur. vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. „Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
„Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00