Egill varar við knáum stöðumælavörðum Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2023 11:25 Egill Helgason segir leikinn hafa gerbreyst, stöðumælaverðir eru fljótari í förum, yfirferð þeirra er meiri og líkurnar hafi aukist á sekt sem því nemur. vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. „Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
„Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00