Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 11:00 Sigríður telur viðhorf Dóru Bjartar lýsa firringu hvað varði tilgang gjalda í bílastæði og nú eigi einfaldlega að leggja auknar kvaðir á íbúa í vesturhluta borgarinnar og svo þá sem haldi atvinnulífi í miðborginni uppi. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“ Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira