Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Andre Onana, markvörður Manchester United, var svekktur í leikslok. Getty/Seskim Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira