Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 16:34 Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22
Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43