Útilokar ekki að spila á Íslandi en ætlar að anda rólega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Alex Þór Hauksson stökk nánast fullmótaður inn í Stjörnuliðið 2017, þá aðeins átján ára. Þremur árum síðar var hann gerður að fyrirliða liðsins. vísir/hulda margrét Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson ætlar að taka sér góðan tíma í að ákveða næsta áfangastað á ferlinum. Hann útilokar ekki að spila á Íslandi á næsta tímabili. Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex. Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex.
Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira