Sjáðu vítið umdeilda í París, endurkomur Barca og Man. City og öll hin mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 08:31 Kylian Mbappe fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Paris Saint-Germain á móti Newcastle í París í gær. AP/Thibault Camus Átta leikir fóru fram í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi. Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni. Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum. Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum. Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Þetta var næstsíðasta umferð í riðlum E, F, G og H. Línurnar eru því farnar að skýrast en fjögur af sex sætum í sextán liða úrslitum er í hendi. Mesta dramatíkin var í París þar sem Newcastle var svo nálægt því að vinna útisigur á Paris Saint Germain. Alexander Isak hafði komið enska liðinu í 1-0 og þannig var staðan þar til langt inn í uppbótatíma þegar PSG fékk umdeilda vítaspyrnu. Kylian Mbappé jafnaði metin og tryggði sínu liði mikilvægt jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik PSG og Newcastle Borussia Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum í sama riðli með 3-1 sigri á AC Milan en öll hin þrjú liðin, PSG, Newcastle og AC Milan, eiga möguleika á hinum sætinu í lokaumferðinni. Barcelona tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með endurkomusigri á Porto í hörkuleik. Porto komst yfir í leiknum en Joao Cancelo jafnaði metin og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Joao Félix í seinni hálfleiknum. Atlético Madrid og Lazio eru líka komin áfram í sextán liða úrslitin. Atlético vann 3-1 útisigur á Feyenoord en Lazio vann 2-0 heimasigur á Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Man. City og RB Leipzig Manchester City lenti 2-0 undir á móti RB Leipzig á heimavelli í úrslitaleik um sigur í riðlinum en Guardiola gerði nokkrar skiptingar í hálfleik og City tryggði sér 3-2 sigur með þremur mörkum í seinni hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Erling Haaland, Phil Foden og Julian Alvarez. Bæði liðin voru komin áfram fyrir leikinn en City hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum líka. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum þessum átta leikjum. Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Porto Klippa: Mörkin úr leik Feyenoord og Atlético Madrid Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Celtic Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Royal Antwerp Klippa: Mörkin úr leik Young Boys og Rauðu Stjörnunnar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira