Innlent

Toppur Keilis hreyfst og vara­samar sprungur myndast

Árni Sæberg skrifar
Toppur Keilis hefur færst til í jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
Toppur Keilis hefur færst til í jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum segir varasamt að ganga á Reykjanesskaganum eftir jarðhræringar á svæðinu. Sprungur hafi myndast víða og toppur Keilis hafi færst til.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook.

Þar segir að eftir skoðun víðsvegar um Reykjanes hafi komið í ljós að talsvert hefur fallið úr hlíðum fjalla á svæðinu. Varasamt geti verið að ganga um svæðið þar sem mikið af sprungum sé víðsvegar og nú þegar fer að snjóa megi búast við að fenni jafnvel yfir einhverjar sprungurnar.

Grjót á stærð við húsbíl hafi fallið

Komið hafi í ljós að á Djúpavatnsleið hefur fallið grjót sem er á stærð við húsbíl, toppurinn á Keili hafi eitthvað hreyfst til og við brúnina á Krýsuvíkurbjargi sé gömul sprunga að stækka mikið þessa dagana. 

Búast megi við að fleiri sprungur séu á þessu svæði sem ekki er vitað um eins og staðan er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×