Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Ríkisstjórnin ætlar sér að koma miklu í verk á næst síðasta vetri kjörtímabilsins og boðaði að hún myndi leggja fram 212 mál á þessum vetri. Hingað til hafa aðeins 35 stjórnarfrumvörp verið lögð fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku. Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44
Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14
Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30