Segir Alþingi „nánast lamað“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 22:30 Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar, hafa áhyggjur af málafjölda sem afgreiddur er á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent