Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 28. nóvember 2023 14:33 Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að bregðast þurfi vel við skemmdum sem urðu á vatnslögninni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira