Innlent

Opna stuðning­s­torg fyrir Grind­víkinga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einn þeirra Grindvíkinga sem yfirgefa hefur þurft heimili sitt.
Einn þeirra Grindvíkinga sem yfirgefa hefur þurft heimili sitt. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag.

„Verkefnið byggir á ósérplægni hinna ýmsu sálfræðinga, fjölskylduráðgjafa, iðjuþjálfa og annarra sérfræðinga sem allir gefa tíma sinn og vinnu til stuðnings Grindvíkingum – en auk þess gefur Kara Connect alla sína vinnu án endurgjalds. Sérfræðingarnir koma hvaðanæva að, en auk íslenskumælandi sérfræðinga hafa pólsku-, spænsku- og enskumælandi sérfræðingar rétt fram hjálparhönd,“ segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ.

Tæplega fjörutíu sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í verkefninu.

Svona lítur stuðningstorgið út.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×