Fótbolti

„Allt mun ein­faldara áður en Messi kom inn í líf mitt“

Aron Guðmundsson skrifar
Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum
Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum Vísir/Getty

Spænski blaða­maðurinn Guillem Balagu­e skrifar ítar­lega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Banda­ríkin í kjöl­far komu argentínsku knatt­spyrnu­goð­sagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami.

Balagu­e segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau á­hrif sem koma Messi til Banda­ríkjanna átti eftir að hafa.

„Verð á ársmiðum hefur tvö­faldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgj­enda­fjöldi Inter Miami á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“

Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tíma­bili var lægst á 40 Banda­ríkja­dali. Nú þarf að reiða fram 382 Banda­ríkja­dali fyrir einn slíkan miða.

Vísir/Getty

Þá hafi tíma­setningin á fé­lags­skiptum hans ekki geta verið betri fyrir Banda­ríkin.

„Copa America fer fram í Banda­ríkjunum á næsta ári, úr­slita­leikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leik­vanginum. Heims­meistara­keppni fé­lags­liða mun fara fram í Banda­ríkjunum árið 2025 og þá verður heims­meistara­keppni lands­liða haldin í Banda­ríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er mögu­leiki á því að heims­meistara­mót lands­liða í kvenna­flokki fari þar fram árið 2027.“

„Súrealískt“ er orðið sem Balagu­e notar til þess að lýsa and­rúms­loftinu á leikjum Inter Miami.

„Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðu­búinn til þess að taka horn­spyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á að­skildan við­burð inn í öðrum við­burði.“

Michelle Ka­uf­mann á að baki 35 ár í blaða­mennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fót­bolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil á­hrif á hennar starf.

„Líf mitt var mun ein­faldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að ein­blína á hann eins og ég eyði í eigin­mann minn. Það er á­byggi­lega ekki gott. Það er til Messi sér­trúar­söfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlað­varps­þætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangi­er.“

Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Banda­ríkja­dala í 300 milljónir Banda­ríkja­dala eftir komu Messi og eru fram­kvæmdir við byggingu nýs heima­vallar liðsins hafnar. Á­ætlað er að þeim ljúki árið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×