Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 21:01 Sigurður Ingi var ómyrkur í máli þegar hann ræddi málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði. Vísir Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“ Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“
Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira