Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. nóvember 2023 16:58 Það var margt um manninn heima hjá Haraldi í dag. Vísir/Einar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira