„Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 18:09 Snúningur Arndísar Önnu á skemmtistaðnum Kiki tók óvæntan snúning á föstudagskvöld. Vísir/Arnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum. Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum.
Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57