„Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 18:09 Snúningur Arndísar Önnu á skemmtistaðnum Kiki tók óvæntan snúning á föstudagskvöld. Vísir/Arnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum. Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Greint var frá því í dag að Arndís Anna hafi verið handtekin. Í samtali við fréttastofu segir Arndís Anna að ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út sé að hún hafi verið of lengi inni á salerni staðarins. „Ég hef verið þarna í talsverðan tíma en þá grunaði ekki neitt,“ segir hún enn fremur. Dyraverðirnir hafi tjáð henni að hún væri að teppa umferðina á klósettið. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ segir Arndís Anna og viðurkennir að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Hún neitar því að hafa neytt fíkniefna á salerninu. „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi.“ Arndís Anna tjáði sig einnig í formi Facebook-færslu í kvöld: „Ég brá mér á skemmtistað á föstudagskvöld, eins og gengur og gerist, og fór á einn minn uppáhaldsstað, Kiki. Ég fór á salernið og var búin að vera þar sjálfsagt í talsverðan tíma þegar dyraverðir opna hurðina. Mér brá við þetta og við að það stæði til að bera mig út með valdi, þegar mér fannst ekki tilefni til,“ skrifar Arndís Anna sem segist hafa skilning á því að starf dyravarða sé erfitt. Hennar upplifun hafi hins vegar verið sú að framganga dyravarðanna hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. „Ég hef talað við fyrirsvarsmann staðarins sem bað mig afsökunar fyrir þeirra hönd, sem mér þykir afar vænt um,“ segir Arndís. Hún er hins vegar þakklát lögreglu sem kölluð var á staðinn. „Fyrir alúðina sem þau sýndu mér í kjölfarið, enda komst ég í talsvert uppnám við þessar aðfarir. Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjót við er sérstaklega mikilvægt og yljaði það mér um hjartaræturnar í öllum þessum ósköpum,“ skrifar hún að lokum.
Alþingi Lögreglumál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. 26. nóvember 2023 14:57