Staðráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2023 19:52 Magni Freyr Emilsson ásamt börnum. Þau eru staðráðin í að snúa aftur til Grindavíkur. vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður. Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira