Fótbolti

Guð­mundur bjargaði stigi á Krít

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson skoraði sitt annað mark á tímabilinu í kvöld.
Guðmundur Þórarinsson skoraði sitt annað mark á tímabilinu í kvöld. Getty/Mateusz Slodkowski

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson skoraði eina löglega mark OFI Crete er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Volos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Guðmundur var í byrjunarliði Crete og lék allann leikinn fyrir liðið. Hann jafnaði metin fyrir heimamenn á 60. mínútu eftir að Maximiliano Comba hafði komið gestunum yfir í fyrri hálfleik.

Stuttu eftir mark gestanna fékk Juan Garcia að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og þeir þurftu því að leika manni færri allann seinni hálfleikinn.

Heimamenn í OFI Crete skoruðu tvö mörk til viðbótar við mark Guðmundar, en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Guðmundur og félagar sitja í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki, en Volos situr í 13. sæti með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×