Celtic sektaðir í þriðja sinn fyrir hegðun stuðningsmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 22:30 Palestínski fáninn var áberandi í leik Celtic og Atletico Madrid rob casey / getty images UEFA hefur sektað skoska knattspyrnufélagið Celtic um €29.000, sem jafngildir tæpum fjórum og hálfum milljónum króna, fyrir hegðun stuðningsmanna á leik liðsins gegn Atletico Madrid. Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira