Innlent

Lög­regla kölluð til vegna líkams­á­rásar og slags­mála á veitinga­stað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti tveimur útköllum vegna slagsmála.
Lögregla sinnti tveimur útköllum vegna slagsmála. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi eða nótt. Í öðru tilvikinu reyndist einn slasaður og var annar handtekinn fyrir líkamsárás.

Í hinu tilvikinu var um að ræða slagsmál á veitingastað í miðborginni. Þegar lögreglu bar að var einn slasaður en gerandinn hafði komið sér undan með farsíma þolanda og önnur verðmæti. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort hann hefur náðst.

Tvær tilkynningar bárust um umferðaróhöpp í miðborginni. Í öðru tilvikinu var einni bifreið ekið á aðra og stakk annar ökumannanna af. Lögregla náði hins vegar tali af honum stuttu steinna.

Í hinu tilvikinu ók ökumaður á ljóstastaur og síðan af vettvangi.

Einn var kærður fyrir að aka of hratt og án öryggisbeltis og annar handtekinn fyrir að aka undir áhrifum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×