Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2023 23:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. Í gær undirrituðu Neytendastofa og menningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingar sem það sér hér á landi á öðrum málum en íslensku. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið sé að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu. Myrkir markaðsdagar eða svartur fössari? Á föstudaginn halda Bandaríkjamenn upp á daginn „Black Friday“. Sá dagur hefur náð fótfestu hér og þessa dagana keppast fyrirtæki við að auglýsa tilboð vegna dagsins. Sumir nenna ekki að þýða nafnið á meðan aðrir fara ýmsar leiðir við að íslenskuvæða það. Svartur föstudagur, svartur fössari, myrkir markaðsdagar og fleira. Nokkrar auglýsinganna.Vísir/Sara Mikilvægt að viðhalda íslenskunni Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að slaka ekki á við að viðhalda íslenskunni. „Við eigum kröfu á því að íslenska sé notuð alls staðar þar sem því verður við komið. Það er mikilvægt til þess að viðhalda íslenskunni og til þess að viðhalda vitund okkar um að íslenskan skiptir máli. Ef við slökum á alls staðar, ef við segjum að það skilji allir ensku hvort eð, er það er allt í lagi að hafa þetta ensku, þá er spurning hvar setjum við stopp. Erum við þá ekki búin í raun og veru að afnema allar girðingar?“ spyr Eiríkur. Enskan leyfileg sé íslenska með Hann bendir á að ekkert sé að auglýsingum á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. „Við verðum að horfast í augu við það að hér býr fjöldi innflytjenda sem kann ekki íslensku og fjöldi ferðamanna sem kemur. Eðlilegt að auglýsendur vilji höfða til þeirra en þá þarf að vera grundvallaratriði að íslenska sé líka,“ segir Eiríkur. Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Í gær undirrituðu Neytendastofa og menningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingar sem það sér hér á landi á öðrum málum en íslensku. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið sé að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu. Myrkir markaðsdagar eða svartur fössari? Á föstudaginn halda Bandaríkjamenn upp á daginn „Black Friday“. Sá dagur hefur náð fótfestu hér og þessa dagana keppast fyrirtæki við að auglýsa tilboð vegna dagsins. Sumir nenna ekki að þýða nafnið á meðan aðrir fara ýmsar leiðir við að íslenskuvæða það. Svartur föstudagur, svartur fössari, myrkir markaðsdagar og fleira. Nokkrar auglýsinganna.Vísir/Sara Mikilvægt að viðhalda íslenskunni Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að slaka ekki á við að viðhalda íslenskunni. „Við eigum kröfu á því að íslenska sé notuð alls staðar þar sem því verður við komið. Það er mikilvægt til þess að viðhalda íslenskunni og til þess að viðhalda vitund okkar um að íslenskan skiptir máli. Ef við slökum á alls staðar, ef við segjum að það skilji allir ensku hvort eð, er það er allt í lagi að hafa þetta ensku, þá er spurning hvar setjum við stopp. Erum við þá ekki búin í raun og veru að afnema allar girðingar?“ spyr Eiríkur. Enskan leyfileg sé íslenska með Hann bendir á að ekkert sé að auglýsingum á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. „Við verðum að horfast í augu við það að hér býr fjöldi innflytjenda sem kann ekki íslensku og fjöldi ferðamanna sem kemur. Eðlilegt að auglýsendur vilji höfða til þeirra en þá þarf að vera grundvallaratriði að íslenska sé líka,“ segir Eiríkur.
Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira