Hvað vilja Grindvíkingar? Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 21. nóvember 2023 12:29 Sigurður Ingi Jóhannsson stýrði ríkisstjórnarfundi í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er veik og Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem staddur er erlendis. Vísir/vilhelm Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. Fundur ríkisstjórnar í morgun sneri fyrst og fremst að stöðunni á Reykjanesi og húsnæðisvanda Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fyrsta fasann langt kominn hvað varðar að tryggja fólki tímabundið húsnæði. Svo þurfi að vinna hratt að lausnum til lengri tíma og þar séu ólíkir hópar við störf. „Einn er að skoða einfaldlega það húsnæði sem er tilbúið á markaði. Hvernig hið opinbera geti komið að því. Það er umtalsverður fjöldi íbúða,“ segir Sigurður Ingi. „Síðan var settur á laggirnar hópur á föstudag til að skoða einhvers konar viðlagasjóðshús,“ segir Sigurður Ingi. Allir þættir þess væru til skoðunar en það væri húsnæði hugsað til aðeins lengri tíma. Þá væri einnig skoðað hvort hægt væri að aðstoða Grindvíkinga í gegnum almenna kerfið að eignast sitt eigið húsnæði að nýju. „Fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað Grindvíkingar vilja helst og þurfa. Það er auðvitað flókin staða því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér.“ Hálfrar aldar hús í góðu lagi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fari fyrir hópnum sem settur var á laggirnar á föstudaginn. Hópurinn eigi að halda utan um gæði, hönnun, hvernig húsin spili saman við umhverfið, hvaða lóðir séu í boði, tímabundnar lóðir eða lóðir til lengri tíma. Viðlagasjóðshús sem byggð voru fyrir fimmtíu árum vegna sama vanda vegna eldgoss á Heimaey séu víða enn þá í góðu lagi. Viðlagasjóðshús í Hagahverfi á Selfossi 1973, sem reist voru fyrir flóttafólk úr Vestmannaeyjum.Tómas Jónsson Ráðherra var spurður út í sviðsmyndina að byggja þurfi varnargarð fyrir Grindavíkurbæ sjálfan. Sigurður Ingi segir það meðal þess sem verið sé að skoða. Ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar í fortíðinni en nú hafi ýmislegt breyst í jarðhræringum undanfarinna vikna. „Það er rétt að náttúran hefur verið að koma okkur leiðinlega á óvart síðustu vikurnar að birtast með sviðsmyndir sem eru sýnu verri. En við erum að hlaupa til að vera tilbúin að bregðast við með ólíkum hætti.“ Litlar skuldir Bæði sé byrjað að skora borholur fyrir kalt vatn, undirbúningur sé hafinn að lághitavarastöðvum og þá sömuleiðis að skoða varnargarða fyrir eldgos á verri stað en reiknað hefur verið með. Nú sé komin reynsla af byggingu varnargarða í fyrri gosum og þá gangi vinna vel við fjóra varnargarða í augnablikinu. Sigurður Ingi segir kostnað við húsnæði til viðbótar við þann sem hlýst við gerð varnargarða eitthvað sem ríkissjóður ráði vel við. Vinna við fjóra varnargarða gangi vel. „Við erum býsna vel stödd eftir að hafa komiðst vel út úr miklum fjárútlátum í heimsfaraldrinum. Betur en mörg önnur lönd. Við sjáum það vel á ríkisfjármálunum. Við skuldum til þess að gera lítið miðað við önnur lönd. Þetta er verkefni sem við sem samfélag getum leikandi tekið utan um.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fundur ríkisstjórnar í morgun sneri fyrst og fremst að stöðunni á Reykjanesi og húsnæðisvanda Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fyrsta fasann langt kominn hvað varðar að tryggja fólki tímabundið húsnæði. Svo þurfi að vinna hratt að lausnum til lengri tíma og þar séu ólíkir hópar við störf. „Einn er að skoða einfaldlega það húsnæði sem er tilbúið á markaði. Hvernig hið opinbera geti komið að því. Það er umtalsverður fjöldi íbúða,“ segir Sigurður Ingi. „Síðan var settur á laggirnar hópur á föstudag til að skoða einhvers konar viðlagasjóðshús,“ segir Sigurður Ingi. Allir þættir þess væru til skoðunar en það væri húsnæði hugsað til aðeins lengri tíma. Þá væri einnig skoðað hvort hægt væri að aðstoða Grindvíkinga í gegnum almenna kerfið að eignast sitt eigið húsnæði að nýju. „Fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað Grindvíkingar vilja helst og þurfa. Það er auðvitað flókin staða því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér.“ Hálfrar aldar hús í góðu lagi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fari fyrir hópnum sem settur var á laggirnar á föstudaginn. Hópurinn eigi að halda utan um gæði, hönnun, hvernig húsin spili saman við umhverfið, hvaða lóðir séu í boði, tímabundnar lóðir eða lóðir til lengri tíma. Viðlagasjóðshús sem byggð voru fyrir fimmtíu árum vegna sama vanda vegna eldgoss á Heimaey séu víða enn þá í góðu lagi. Viðlagasjóðshús í Hagahverfi á Selfossi 1973, sem reist voru fyrir flóttafólk úr Vestmannaeyjum.Tómas Jónsson Ráðherra var spurður út í sviðsmyndina að byggja þurfi varnargarð fyrir Grindavíkurbæ sjálfan. Sigurður Ingi segir það meðal þess sem verið sé að skoða. Ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar í fortíðinni en nú hafi ýmislegt breyst í jarðhræringum undanfarinna vikna. „Það er rétt að náttúran hefur verið að koma okkur leiðinlega á óvart síðustu vikurnar að birtast með sviðsmyndir sem eru sýnu verri. En við erum að hlaupa til að vera tilbúin að bregðast við með ólíkum hætti.“ Litlar skuldir Bæði sé byrjað að skora borholur fyrir kalt vatn, undirbúningur sé hafinn að lághitavarastöðvum og þá sömuleiðis að skoða varnargarða fyrir eldgos á verri stað en reiknað hefur verið með. Nú sé komin reynsla af byggingu varnargarða í fyrri gosum og þá gangi vinna vel við fjóra varnargarða í augnablikinu. Sigurður Ingi segir kostnað við húsnæði til viðbótar við þann sem hlýst við gerð varnargarða eitthvað sem ríkissjóður ráði vel við. Vinna við fjóra varnargarða gangi vel. „Við erum býsna vel stödd eftir að hafa komiðst vel út úr miklum fjárútlátum í heimsfaraldrinum. Betur en mörg önnur lönd. Við sjáum það vel á ríkisfjármálunum. Við skuldum til þess að gera lítið miðað við önnur lönd. Þetta er verkefni sem við sem samfélag getum leikandi tekið utan um.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira