Taka fram að hægt sé að nota eldri treyjur í ljósi Facebook-umræðu Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 15:20 Úr leik karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Leikmennirnir sjást þarna í Puma-treyjum sem bráðum verða ekki þær nýjustu af nálinni. Vísir/Anton Brink Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu vegna nýrra keppnisbúninga hjá knattspyrnudeild félagsins. Þar er tekið fram að þeir sem hafi nýlega keypt gamla búninga muni mega að nota þá áfram þegar þeir nýju komi í febrúar á þessu ári. Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira